Matthías: Algjör draumur Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. október 2019 21:43 Matthías Orri er hér til hægri. vísir/vilhelm „Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
„Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00