Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 10. október 2019 20:30 Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. Um tvö þúsund manns frá um sextíu þjóðlöndum taka þátt í Hringborði norðurslóða og flytja þar um sex hundruð erindi. Við setningu Hringborðsins í dag lögðu forsætisráðherrar Íslands og Finnlands áherslu á alvarleika loftslagsbreytinganna og nauðsyn þess að þjóðir heims ynnu saman að því að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Verið öll velkomin á sjöunda þing Hringborðs norðurslóða, stærsta alþjóðlega fundarins um málefni norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, við setningu Hringborðsins. „Vísindamenn geta ekki bent á hvenær bráðnun ísþekju Grænlands eða vesturhluti ísþekju Suðurskautslandsins kemst á það stig að ekki verður aftur snúið nema við grípum í taumana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Náttúra norðurslóða er óblíð. Það sem við gerum á norðurslóðum fylgir okkur alla tíð,“ sagði Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. „Ísinn bráðnar og hverfur ef við tökum ekki loftslagsbreytingum og alheimshlýnun föstum tökum. Við verðum að vera mjög raunhæf.“ Victoria krónprinsessa Svíþjóðar rifjaði upp ferðir sínar með krónprinsum Danmerkur og Noregs til Svalbarða og Grænlands þar sem loftslagsbreytingarnar væru augljósar. Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands fékk dúndrandi lófaklapp þegar hann svaraði blaðamanni Bloomberg og sagði Grænland einfaldlega ekki til sölu. Skaut fast að Kína og Rússlandi Minna fór hins vegar fyrir undirtektum þinggesta eftir að Rick Perry orkumálaráðherra Bandaríkjanna talaði án þess að nefna loftslagsbreytingar á nafn. En hann skaut föstum skotum að ríkjum sem ekki væru frjáls og átti þar greinilega við Kína og Rússland. „Norðurlönd eru í forystuhlutverki í norðurslóðarannsóknum og eru í fararbroddi hvað varðar nýsköpun. Við búum einnig að ríkri hefð á sviði samstarfs þjóða okkar og ég trúi því að við sem erum í Norðurlandafjölskyldunni, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð séum í kjöraðstöðu til að leggja okkar af mörkum á sviði öndvegisþekkingar hugmynd og nýrra lausna,“ sagði Victoria krónprinsessa Svíþjóðar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var spurður út í þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kaupa Grænland og það hvort rætt hefði verið um hve mikið Grænland myndi kosta. „Svarið við þessari spurningu er mjög einfalt. Grænland er ekki til sölu,“ sagði hann. „Þegar ég horfi til framtíðar sé ég fyrir mér að okkur takist að hindra með árangursríkum hætti að þessum ríkjum takist að ná yfirráðum yfir norðurslóðum utan frá,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna. „Þessi ríki deila hvorki með okkur lýðræðislegum gildum okkar né framgöngu okkar við stjórnun umhverfisverndarmála.“ „Ég sé fyrir mér að við leysum úr læðingi orkubirgðir í því skyni að frelsa þjóðir utan norðurslóða undan því að vera háðar þessum sömu þjóðum sem myndu beita aflsmunum sínum, einkum orku sinni, sem geópólitísku vopni.“ Endurspeglar nýjan veruleika Eftir ræðu Perry sagði Ólafur Ragnar að framganga hans og fjölda annarra endurspegli nýjan pólitískan veruleika á norðurslóðum. „Að okkar næsta nágrenni er nú orðið brennidepill glímu um nýja heimsmynd. Þar sem öflugustu þjóðir heims; Bandaríkin, Rússland, Kína og reyndar Evrópusambandið líka, eru óðum að koma sér upp stöðu og leggja áherslu á það hvað skiptir máli,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði það í raun einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga að vera vettvangur þessarar umræðu. Það fæli í sér ný tækifæri fyrir land og þjóð. Ólafur Ragnar sagði það hafa verið markmiðið frá upphafi, að allir gætu komið að Hringborðinu. „Að ungur aktívisti hafi sama rétt á að rísa upp og segja sína skoðun, eins og orkumálaráðherra Bandaríkjanna eða forsætisráðherrar annarra landa.“ Hann sagðist einnig telja að ræða forsætisráðherra Grænlands hafi verið söguleg. „Ég held að aldrei fyrr í sögu Grænlands hafi æðsti fulltrúi grænlensku þjóðarinnar flutt jafn yfirgripsmikla stefnuræðu á alþjóðlegum vettvangi eins og hann gerði í dag. Þannig að Hringborðið er líka að verða nýr vettvangur fyrir samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja.“ Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. Um tvö þúsund manns frá um sextíu þjóðlöndum taka þátt í Hringborði norðurslóða og flytja þar um sex hundruð erindi. Við setningu Hringborðsins í dag lögðu forsætisráðherrar Íslands og Finnlands áherslu á alvarleika loftslagsbreytinganna og nauðsyn þess að þjóðir heims ynnu saman að því að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Verið öll velkomin á sjöunda þing Hringborðs norðurslóða, stærsta alþjóðlega fundarins um málefni norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, við setningu Hringborðsins. „Vísindamenn geta ekki bent á hvenær bráðnun ísþekju Grænlands eða vesturhluti ísþekju Suðurskautslandsins kemst á það stig að ekki verður aftur snúið nema við grípum í taumana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Náttúra norðurslóða er óblíð. Það sem við gerum á norðurslóðum fylgir okkur alla tíð,“ sagði Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. „Ísinn bráðnar og hverfur ef við tökum ekki loftslagsbreytingum og alheimshlýnun föstum tökum. Við verðum að vera mjög raunhæf.“ Victoria krónprinsessa Svíþjóðar rifjaði upp ferðir sínar með krónprinsum Danmerkur og Noregs til Svalbarða og Grænlands þar sem loftslagsbreytingarnar væru augljósar. Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands fékk dúndrandi lófaklapp þegar hann svaraði blaðamanni Bloomberg og sagði Grænland einfaldlega ekki til sölu. Skaut fast að Kína og Rússlandi Minna fór hins vegar fyrir undirtektum þinggesta eftir að Rick Perry orkumálaráðherra Bandaríkjanna talaði án þess að nefna loftslagsbreytingar á nafn. En hann skaut föstum skotum að ríkjum sem ekki væru frjáls og átti þar greinilega við Kína og Rússland. „Norðurlönd eru í forystuhlutverki í norðurslóðarannsóknum og eru í fararbroddi hvað varðar nýsköpun. Við búum einnig að ríkri hefð á sviði samstarfs þjóða okkar og ég trúi því að við sem erum í Norðurlandafjölskyldunni, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð séum í kjöraðstöðu til að leggja okkar af mörkum á sviði öndvegisþekkingar hugmynd og nýrra lausna,“ sagði Victoria krónprinsessa Svíþjóðar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var spurður út í þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kaupa Grænland og það hvort rætt hefði verið um hve mikið Grænland myndi kosta. „Svarið við þessari spurningu er mjög einfalt. Grænland er ekki til sölu,“ sagði hann. „Þegar ég horfi til framtíðar sé ég fyrir mér að okkur takist að hindra með árangursríkum hætti að þessum ríkjum takist að ná yfirráðum yfir norðurslóðum utan frá,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna. „Þessi ríki deila hvorki með okkur lýðræðislegum gildum okkar né framgöngu okkar við stjórnun umhverfisverndarmála.“ „Ég sé fyrir mér að við leysum úr læðingi orkubirgðir í því skyni að frelsa þjóðir utan norðurslóða undan því að vera háðar þessum sömu þjóðum sem myndu beita aflsmunum sínum, einkum orku sinni, sem geópólitísku vopni.“ Endurspeglar nýjan veruleika Eftir ræðu Perry sagði Ólafur Ragnar að framganga hans og fjölda annarra endurspegli nýjan pólitískan veruleika á norðurslóðum. „Að okkar næsta nágrenni er nú orðið brennidepill glímu um nýja heimsmynd. Þar sem öflugustu þjóðir heims; Bandaríkin, Rússland, Kína og reyndar Evrópusambandið líka, eru óðum að koma sér upp stöðu og leggja áherslu á það hvað skiptir máli,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði það í raun einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga að vera vettvangur þessarar umræðu. Það fæli í sér ný tækifæri fyrir land og þjóð. Ólafur Ragnar sagði það hafa verið markmiðið frá upphafi, að allir gætu komið að Hringborðinu. „Að ungur aktívisti hafi sama rétt á að rísa upp og segja sína skoðun, eins og orkumálaráðherra Bandaríkjanna eða forsætisráðherrar annarra landa.“ Hann sagðist einnig telja að ræða forsætisráðherra Grænlands hafi verið söguleg. „Ég held að aldrei fyrr í sögu Grænlands hafi æðsti fulltrúi grænlensku þjóðarinnar flutt jafn yfirgripsmikla stefnuræðu á alþjóðlegum vettvangi eins og hann gerði í dag. Þannig að Hringborðið er líka að verða nýr vettvangur fyrir samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja.“
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30