Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2019 09:00 Umhverfisstofnun sá ástæðu til að árétta að loftslagsbreytingar séu raunverulegar vegna umræðu undanfarið. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun sendi frá sér óvanalega yfirlýsingu í vikunni þar sem alvarleg áhrif loftslagsbreytinga voru áréttuð vegna áhyggna sérfræðinga þar um að úrtöluröddum gegn loftslagsbreytingum vaxi nú ásmegin á Íslandi. Aukin athygli á loftslagsbreytingar, meðal annars í kringum sænska aðgerðasinnann Gretu Thunberg, virðist hafa endurvakið umræðu þar sem lítið er gert úr vísindum og alvarleika loftslagsbreytinga. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Umhverfisstofnunar á mánudag er vísað til umræðu þar sem borið hafi á þeim sjónarmiðum að „loftslagsbreytingar, hlýnun af manna völdum, eigi sér ekki stað – eða að umræða vísindamanna um þau mál litist af ýkjum“. Áréttar stofnunin að loftslagsbreytingar séu staðreynd og áhrifin verði alvarleg verði ekki gripið í taumana. Vísar hún meðal annars í vísindaskýrslu um áhrif loftlagsbreytinga á Íslandi sem kom út í fyrra þar sem meðal annars er varað við súrnun sjávar, sjávarstöðubreytingum og áhrifum loftslagsbreytinga á náttúruvá.Umræða sem fólk af öllum sviðum tók þátt í Óvanalegt er að ríkisstofnun árétti vísindalegar staðreyndir sem hafa að mestu leyti verið þekktar í að minnsta kosti þrjá áratugi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, vill ekki segja nákvæmlega hvar sú umræða fari fram sem sérfræðingar stofnunarinnar telji afneitun á ógn loftslagsbreytinga. „Tilefnið er kannski það að það var tilfinning stjórnenda, ekki síst í tengslum við loftslagsteymið okkar, að úrtöluröddum gegn loftslagsbreytingum væri að vaxa ásmegin. Við vildum árétta upplýsingar sem liggja fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi með því að hamra á því að þetta væri alvarlegt mál sem þýddi ekki að líta undan,“ segir Björn við Vísi. Hera Guðlaugsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, vísar til almennrar umræðu síðustu vikna sem fólk á öllum sviðum samfélagsins hafi tekið þátt í. Ekkert eitt í þeirri umræðu hafi orðið tilefni að áréttingu stofnunarinnar. „Skoðanir stjórnmálamanna og þeirra sem hafa sterkar skoðanir (sem eru þó ekki alltaf þeir sem hafa mikla þekkingu) á þessu málefni verða yfirleitt að umfjöllunarefni fjölmiðla svo umræða í fjölmiðlum vegur auðvitað mikið – en kommentakerfi fjölmiðla vegur minnst í þessu samhengi,“ segir hún. Sjaldan hafi verið eins mikilvægt að færa umræðuna úr því að vera þrætuefni yfir í að snúast um hvernig eigi að vinna á vandamálinu.Barátta Gretu Thunberg fyrir loftslagsaðgerðum virðist fara fyrir brjóstið á mörgum þeim sem hafa tortryggt loftslagsvísindi og nauðsyn aðgerða.Vísir/EPALíkja Thunberg við krossfara og draga í efa mikilvægi aðgerða Aukinn þungi hefur færst í umfjöllun um loftslagsbreytingar af völdum manna að undanförnu, ekki síst fyrir tilstilli Gretu Thunberg, sænskrar unglingsstúlku sem hóf svonefnd skólaverkföll fyrir loftslagið í fyrra, sem hefur vakið heimsathygli á nauðsyn aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sú athygli hefur vakið hörð viðbrögð úr ýmsum háttum. Thunberg hefur sætt hörðum árásum á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og jafnvel frá forseta Bandaríkjanna. Hún hefur meðal annars verið sökuð um að ganga erinda ónefndra aðila. Henni hefur jafnframt verið líkt við barnakrossfara. Á sama tíma hafa að sumu leyti sömu aðilar gert lítið úr alvarleika yfirvofandi loftslagsbreytinga og viðbrögðum við þeim. Þrætt hefur verið fyrir að jarðarbúar standi í raun frammi fyrir neyðarástandi af völdum loftslagsbreytinga eins og aðgerðasinnar halda fram. Þessi sjónarmið hafa komið fram í íslenskri umræðu að undanförnu. Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Miðflokksins, hefur þannig orðið tíðrætt um það sem hann telur „öfgar“ í loftslagsmálum. Prófessor við Háskóla Íslands og Viðskiptablaðið hafa sakað Thunberg um að leiða nýja „barnakrossferð“. Þá skrifaði Magnús Jónsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og veðurfræðingur, grein sem birtist í Kjarnanum í síðustu viku þar sem hann líkir viðvörunum um afleiðingar loftslagsbreytinga við „hræðsluáróður“. Þótt hann styðji viðleitni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda telji hann ástæða til að gefa öðrum vandamálum frekar gaum en loftslagsvá. Spurður út í grein Magnúsar sérstaklega segir Björn hjá Umhverfisstofnun að drög að áréttingu stofnunarinnar hafi legið fyrir áður en hún birtist.Íslensk ungmenni hafa í marga mánuði efnt til loftslagsmótmæla á föstudögum á Austurvelli. Thunberg hóf slík mótmæli á eigin spýtur í Svíþjóð í fyrra en þau hafa síðan breiðst út um allan heim.Vísir/VilhelmTelur afneitun meira áberandi undanfarið Meira hefur borið á afneitun á loftlagsvísindum og alvarleika loftslagsbreytinga undanfarið en oft áður að mati Sveins Atla Gunnarssonar, ritstjóra vefsíðunnar Loftslags.is sem hefur meðal annars hrakið slíka afneitun undanfarin tíu ár. Sérstaklega telur hann umræðu á samfélagsmiðlum hafa borið meiri keim af afneitun en áður. Þannig hafi meira borið á henni í Facebook-hóp um loftslagsbreytingar þar sem hann er á meðal stjórnenda. Nokkrum einstaklingum hafi verið vikið úr hópnum nýlega fyrir að dreifa ítrekað hröktum fullyrðingum um loftslagsvísindi. Í kjölfarið var stofnaður annar Facebook-hópur um loftslagsbreytingar. Flest innlegg í þeim hópi sem Vísir hefur séð snúast nú um svipaða höfnun á loftslagsvísindum og áhrifum loftslagsbreytinga. „Ef ég ætti að reyna að tengja það við eitthvað þá myndi ég nefna Gretu, en það gæti líka verið einföldun enda kemur afneitunin upp reglulega og þá einmitt fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi sem eru oft á þessum tíma árs,“ segir Sveinn Atli um ástæður þess að afneitun sé meira áberandi nú en áður.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands.Áratugagömul og úrelt rök gegn aðgerðum Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi farið fyrir því sem hann kallar „þrasara“ í kringum minningarathöfn um Ok, sem missti titil sinn sem jökull árið 2014, í ágúst. Enn haldi einhverjir því ranglega fram að jökullinn sé jafnstór nú og hann var árið 1960, meðal annars í fjölmiðlum. Þá segir Halldór áhugavert hve margir hafi stokkið á mistök sem bandaríska geimvísindastofnun NASA gerði við val á svonefndum fyrir og eftir myndum af Oki sem voru að lokum leiðrétt eins og að það væri aðalmálið frekar en hop Oksins og hrörnun jökla. „Þarna var verið að afvegaleiða umræðu um hop jökla á Íslandi og þá staðreynd að smájöklar og fannir eru að týna tölunni,“ segir Halldór. Svipað var upp á teningnum eftir að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birti vísindaskýrslu sína um höfin og freðhvolf jarðar á dögunum. Þá segir Halldór að umræðan hafi fljótlega orðið að árásum á málflutning Gretu Thunberg og jafnvel á persónu hennar. Halldór segir einnig algengt að menn segist ekki mótmæla loftslagsvísindum en telji málið ekki brýnt, að minnsta kosti ekki þannig að um neyðarástand sé að ræða. Þau rök hafi heyrt um áratugaskeið en þau hafi orðið úrelt þegar vísindamenn tóku saman hversu mikinn koltvísýring má að losa til viðbótar ef ekki á að fara yfir markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 eða 2°C. Magnið fer eftir hversu öruggt mannkynið vill vera um að halda sig innan þessara marka og mismunandi forsendur gefa mismikinn kvóta gróðurhúsalofttegunda sem hægt er að losa. Halldór segir að ef menn vilja eiga líkurnar tveir á móti þremur að ná markmiðinu um 1,5°C hlýnun dugi kvótinn í rúman áratug miðað við núverandi losun manna. Kvótinn fyrir 2°C hlýnun dugi í rúma þrjá áratugi samkvæmt skýrslu IPCC um 1,5°C-markmiðið frá því í fyrra. „Þetta þýðir að öflugar aðgerðir verða að hefjast strax," segir hann. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Umhverfisstofnun sendi frá sér óvanalega yfirlýsingu í vikunni þar sem alvarleg áhrif loftslagsbreytinga voru áréttuð vegna áhyggna sérfræðinga þar um að úrtöluröddum gegn loftslagsbreytingum vaxi nú ásmegin á Íslandi. Aukin athygli á loftslagsbreytingar, meðal annars í kringum sænska aðgerðasinnann Gretu Thunberg, virðist hafa endurvakið umræðu þar sem lítið er gert úr vísindum og alvarleika loftslagsbreytinga. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Umhverfisstofnunar á mánudag er vísað til umræðu þar sem borið hafi á þeim sjónarmiðum að „loftslagsbreytingar, hlýnun af manna völdum, eigi sér ekki stað – eða að umræða vísindamanna um þau mál litist af ýkjum“. Áréttar stofnunin að loftslagsbreytingar séu staðreynd og áhrifin verði alvarleg verði ekki gripið í taumana. Vísar hún meðal annars í vísindaskýrslu um áhrif loftlagsbreytinga á Íslandi sem kom út í fyrra þar sem meðal annars er varað við súrnun sjávar, sjávarstöðubreytingum og áhrifum loftslagsbreytinga á náttúruvá.Umræða sem fólk af öllum sviðum tók þátt í Óvanalegt er að ríkisstofnun árétti vísindalegar staðreyndir sem hafa að mestu leyti verið þekktar í að minnsta kosti þrjá áratugi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, vill ekki segja nákvæmlega hvar sú umræða fari fram sem sérfræðingar stofnunarinnar telji afneitun á ógn loftslagsbreytinga. „Tilefnið er kannski það að það var tilfinning stjórnenda, ekki síst í tengslum við loftslagsteymið okkar, að úrtöluröddum gegn loftslagsbreytingum væri að vaxa ásmegin. Við vildum árétta upplýsingar sem liggja fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi með því að hamra á því að þetta væri alvarlegt mál sem þýddi ekki að líta undan,“ segir Björn við Vísi. Hera Guðlaugsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, vísar til almennrar umræðu síðustu vikna sem fólk á öllum sviðum samfélagsins hafi tekið þátt í. Ekkert eitt í þeirri umræðu hafi orðið tilefni að áréttingu stofnunarinnar. „Skoðanir stjórnmálamanna og þeirra sem hafa sterkar skoðanir (sem eru þó ekki alltaf þeir sem hafa mikla þekkingu) á þessu málefni verða yfirleitt að umfjöllunarefni fjölmiðla svo umræða í fjölmiðlum vegur auðvitað mikið – en kommentakerfi fjölmiðla vegur minnst í þessu samhengi,“ segir hún. Sjaldan hafi verið eins mikilvægt að færa umræðuna úr því að vera þrætuefni yfir í að snúast um hvernig eigi að vinna á vandamálinu.Barátta Gretu Thunberg fyrir loftslagsaðgerðum virðist fara fyrir brjóstið á mörgum þeim sem hafa tortryggt loftslagsvísindi og nauðsyn aðgerða.Vísir/EPALíkja Thunberg við krossfara og draga í efa mikilvægi aðgerða Aukinn þungi hefur færst í umfjöllun um loftslagsbreytingar af völdum manna að undanförnu, ekki síst fyrir tilstilli Gretu Thunberg, sænskrar unglingsstúlku sem hóf svonefnd skólaverkföll fyrir loftslagið í fyrra, sem hefur vakið heimsathygli á nauðsyn aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sú athygli hefur vakið hörð viðbrögð úr ýmsum háttum. Thunberg hefur sætt hörðum árásum á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og jafnvel frá forseta Bandaríkjanna. Hún hefur meðal annars verið sökuð um að ganga erinda ónefndra aðila. Henni hefur jafnframt verið líkt við barnakrossfara. Á sama tíma hafa að sumu leyti sömu aðilar gert lítið úr alvarleika yfirvofandi loftslagsbreytinga og viðbrögðum við þeim. Þrætt hefur verið fyrir að jarðarbúar standi í raun frammi fyrir neyðarástandi af völdum loftslagsbreytinga eins og aðgerðasinnar halda fram. Þessi sjónarmið hafa komið fram í íslenskri umræðu að undanförnu. Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Miðflokksins, hefur þannig orðið tíðrætt um það sem hann telur „öfgar“ í loftslagsmálum. Prófessor við Háskóla Íslands og Viðskiptablaðið hafa sakað Thunberg um að leiða nýja „barnakrossferð“. Þá skrifaði Magnús Jónsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og veðurfræðingur, grein sem birtist í Kjarnanum í síðustu viku þar sem hann líkir viðvörunum um afleiðingar loftslagsbreytinga við „hræðsluáróður“. Þótt hann styðji viðleitni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda telji hann ástæða til að gefa öðrum vandamálum frekar gaum en loftslagsvá. Spurður út í grein Magnúsar sérstaklega segir Björn hjá Umhverfisstofnun að drög að áréttingu stofnunarinnar hafi legið fyrir áður en hún birtist.Íslensk ungmenni hafa í marga mánuði efnt til loftslagsmótmæla á föstudögum á Austurvelli. Thunberg hóf slík mótmæli á eigin spýtur í Svíþjóð í fyrra en þau hafa síðan breiðst út um allan heim.Vísir/VilhelmTelur afneitun meira áberandi undanfarið Meira hefur borið á afneitun á loftlagsvísindum og alvarleika loftslagsbreytinga undanfarið en oft áður að mati Sveins Atla Gunnarssonar, ritstjóra vefsíðunnar Loftslags.is sem hefur meðal annars hrakið slíka afneitun undanfarin tíu ár. Sérstaklega telur hann umræðu á samfélagsmiðlum hafa borið meiri keim af afneitun en áður. Þannig hafi meira borið á henni í Facebook-hóp um loftslagsbreytingar þar sem hann er á meðal stjórnenda. Nokkrum einstaklingum hafi verið vikið úr hópnum nýlega fyrir að dreifa ítrekað hröktum fullyrðingum um loftslagsvísindi. Í kjölfarið var stofnaður annar Facebook-hópur um loftslagsbreytingar. Flest innlegg í þeim hópi sem Vísir hefur séð snúast nú um svipaða höfnun á loftslagsvísindum og áhrifum loftslagsbreytinga. „Ef ég ætti að reyna að tengja það við eitthvað þá myndi ég nefna Gretu, en það gæti líka verið einföldun enda kemur afneitunin upp reglulega og þá einmitt fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi sem eru oft á þessum tíma árs,“ segir Sveinn Atli um ástæður þess að afneitun sé meira áberandi nú en áður.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands.Áratugagömul og úrelt rök gegn aðgerðum Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi farið fyrir því sem hann kallar „þrasara“ í kringum minningarathöfn um Ok, sem missti titil sinn sem jökull árið 2014, í ágúst. Enn haldi einhverjir því ranglega fram að jökullinn sé jafnstór nú og hann var árið 1960, meðal annars í fjölmiðlum. Þá segir Halldór áhugavert hve margir hafi stokkið á mistök sem bandaríska geimvísindastofnun NASA gerði við val á svonefndum fyrir og eftir myndum af Oki sem voru að lokum leiðrétt eins og að það væri aðalmálið frekar en hop Oksins og hrörnun jökla. „Þarna var verið að afvegaleiða umræðu um hop jökla á Íslandi og þá staðreynd að smájöklar og fannir eru að týna tölunni,“ segir Halldór. Svipað var upp á teningnum eftir að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birti vísindaskýrslu sína um höfin og freðhvolf jarðar á dögunum. Þá segir Halldór að umræðan hafi fljótlega orðið að árásum á málflutning Gretu Thunberg og jafnvel á persónu hennar. Halldór segir einnig algengt að menn segist ekki mótmæla loftslagsvísindum en telji málið ekki brýnt, að minnsta kosti ekki þannig að um neyðarástand sé að ræða. Þau rök hafi heyrt um áratugaskeið en þau hafi orðið úrelt þegar vísindamenn tóku saman hversu mikinn koltvísýring má að losa til viðbótar ef ekki á að fara yfir markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 eða 2°C. Magnið fer eftir hversu öruggt mannkynið vill vera um að halda sig innan þessara marka og mismunandi forsendur gefa mismikinn kvóta gróðurhúsalofttegunda sem hægt er að losa. Halldór segir að ef menn vilja eiga líkurnar tveir á móti þremur að ná markmiðinu um 1,5°C hlýnun dugi kvótinn í rúman áratug miðað við núverandi losun manna. Kvótinn fyrir 2°C hlýnun dugi í rúma þrjá áratugi samkvæmt skýrslu IPCC um 1,5°C-markmiðið frá því í fyrra. „Þetta þýðir að öflugar aðgerðir verða að hefjast strax," segir hann.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50
Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30