Sífellt fleiri myndræn kynferðisofbeldismál til rannsóknar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2019 18:30 Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona hjá Kynferðisbrotadeild lrh og lögfræðingur telur þörf á skýrari refsiákvæði gegn myndrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi Víða hefur komið upp í grunnskólum hér á landi og erlendis að börn senda hvort öðru nektarmyndir sem fara síðan í dreifingu á internetinu án þeirra samþykkis. Þá koma upp mál þar sem börn eru þvinguð til að senda slíkt efni frá sér. Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona og lögfræðingur segir að síðustu tvö ár hafi orðið mikil fjölgun á slíkum málum hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur fjölgað mikið málum hjá okkur þar sem börn eru að búa til og senda af sér nektarmyndir til einhvers sem þau treysta, og stundum verið þvinguð eða blekkt til þess og efninu er svo dreift áfram án þeirrar samþykkis.Við höfum haft til meðferðar mál sem snerta allt að ellefu til tólf ára börn sem hafa sent myndir af sér eða verið þvinguð til þess og þær svo farið í dreifingu,“ segir Helga. Helga lauk nýverið við meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands þar sem hún kannaði hvort að réttarstaða þolenda myndræns kynferðisofbeldis væri tryggð sérstaklega ef um er að ræða börn. „Við höfum verið í vandræðum með rannsókn og saksókn þessara mála og ég ákvað að kanna hvernig löggjöfinni er háttað í dag. Það er líka gríðarlega erfitt að fást við þessi mál því þegar mynd er komin í dreifingu þá er rosalega erfitt að stöðva hana,“ segir Helga. Það lagaákvæði sem einkum hefur verið stuðst við í slíkum málum kemur fram í 209 gr. almennra hegningarlaga þar sem um er að ræða brot gegn blygðunarsemi. Helga telur að lögin þurfi að kveða mun skýrar á varðandi þessi mál. Það þurfi að auka réttarvernd þolanda og auka varnaðaráhrif slíkra myndbirtinga. Þá þurfi við lagasetninguna að taka tillit til þess að bæði þolendur og gerendur eru oft börn. „Það er mikilvægt að setja skýrt ákvæði í lögum um myndrænt kynferðisofbeldi þ.e. þegar verið er að dreifa myndefnum af viðkomandi án samþykkis hans. Það myndi auðvelda bæði rannsóknina og saksóknina til muna að auk þess sem þá væri kveðið skýrt á um þetta er refsivert,“ segir Helga. Hún bætir við að nú liggi fyrir alþingi frumvarp um þetta mál en undanfarin ár hafi komið fram nokkur frumvörp þar sem reynt sé að taka á myndrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 „Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi Víða hefur komið upp í grunnskólum hér á landi og erlendis að börn senda hvort öðru nektarmyndir sem fara síðan í dreifingu á internetinu án þeirra samþykkis. Þá koma upp mál þar sem börn eru þvinguð til að senda slíkt efni frá sér. Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona og lögfræðingur segir að síðustu tvö ár hafi orðið mikil fjölgun á slíkum málum hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur fjölgað mikið málum hjá okkur þar sem börn eru að búa til og senda af sér nektarmyndir til einhvers sem þau treysta, og stundum verið þvinguð eða blekkt til þess og efninu er svo dreift áfram án þeirrar samþykkis.Við höfum haft til meðferðar mál sem snerta allt að ellefu til tólf ára börn sem hafa sent myndir af sér eða verið þvinguð til þess og þær svo farið í dreifingu,“ segir Helga. Helga lauk nýverið við meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands þar sem hún kannaði hvort að réttarstaða þolenda myndræns kynferðisofbeldis væri tryggð sérstaklega ef um er að ræða börn. „Við höfum verið í vandræðum með rannsókn og saksókn þessara mála og ég ákvað að kanna hvernig löggjöfinni er háttað í dag. Það er líka gríðarlega erfitt að fást við þessi mál því þegar mynd er komin í dreifingu þá er rosalega erfitt að stöðva hana,“ segir Helga. Það lagaákvæði sem einkum hefur verið stuðst við í slíkum málum kemur fram í 209 gr. almennra hegningarlaga þar sem um er að ræða brot gegn blygðunarsemi. Helga telur að lögin þurfi að kveða mun skýrar á varðandi þessi mál. Það þurfi að auka réttarvernd þolanda og auka varnaðaráhrif slíkra myndbirtinga. Þá þurfi við lagasetninguna að taka tillit til þess að bæði þolendur og gerendur eru oft börn. „Það er mikilvægt að setja skýrt ákvæði í lögum um myndrænt kynferðisofbeldi þ.e. þegar verið er að dreifa myndefnum af viðkomandi án samþykkis hans. Það myndi auðvelda bæði rannsóknina og saksóknina til muna að auk þess sem þá væri kveðið skýrt á um þetta er refsivert,“ segir Helga. Hún bætir við að nú liggi fyrir alþingi frumvarp um þetta mál en undanfarin ár hafi komið fram nokkur frumvörp þar sem reynt sé að taka á myndrænu kynferðisofbeldi.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 „Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00
„Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31