Innlent

Gunnar Karlsson er látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gunnar Karlsson.
Gunnar Karlsson. Mynd/Aðsend
Dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 28. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hans.

Gunnar fæddist í Efstadal í Laugardal, 26. september 1939, sonur hjónanna Karls Jónssonar og Sigþrúðar Guðnadóttur, bænda í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Þar ólst Gunnar upp í níu systkina hópi.

Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla 1978. Hann kenndi við University College í London 1974–1976, varð lektor í sagnfræði við HÍ 1976 og prófessor 1980.

Gunnar skrifaði fjölmargar kennslubækur í sögu fyrir öll skólastig, frá grunnskóla og upp í háskóla, hann skrifaði hluta af stórum ritum eftir marga höfunda, til dæmis Sögu Íslands og ritstýrði við þriðja mann útgáfu á Grágás.

Meðal fræðirita hans má nefna doktorsritgerð hans, Frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, Íslandssöguna Iceland’s 1100 Years: History of a Marginal Society, Ástarsögu Íslendinga að fornu og ritið Goðamenning: staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga, grundvallarrit um eitt merkilegasta tímabil í íslenskri sögu.

Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Dætur Gunnars eru Sif, Sigþrúður og Elísabet. Barnabörnin eru sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×