Birtingur og Blaðamannafélagið undirrita samning Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2019 15:08 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands er ánægður með samningaviðræðurnar við Birting. visir/vilhelm Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49
Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00