Kynbundið ofbeldi á Alþingi Böðvar Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun