Innlent

Efast um að seðlabankastjóri hafi haft lagaheimild

Ari Brynjólfsson skrifar
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og bankaráðsmaður, hér í pontu Alþingis
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og bankaráðsmaður, hér í pontu Alþingis
Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur óskað eftir skýringum bankans á samningi sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði fyrir hönd bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni greiddi bankinn á árunum 2016 og 2017 Ingibjörgu rúmar 18 milljónir króna í námsstyrki og aðrar greiðslur á meðan hún var í námi við Harvard-háskóla.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og bankaráðsmaður, sá samninginn fyrst á þriðjudaginn eftir að hann var afhentur Fréttablaðinu. „Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en eins og málið horfir við mér þá tel ég að þessi samningur sé mjög óeðlilegur. Hann er úr öllu hófi samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum,“ segir Sigurður Kári aðspurður um samninginn.

Már sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni að hann teldi samninginn eðlilegan og nokkrir slíkir samningar hefðu verið gerðir í tíð hans sem seðlabankastjóri.

Sigurður Kári efast um að lagaheimild hafi verið til staðar. „Ég hef miklar efasemdir um að seðlabankastjóri hafi á þessum tíma haft heimild samkvæmt lögum til að gera þennan samning.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×