Ingi Þór: Höfum við ekki öllu að tapa? Árni Jóhannsson skrifar 24. október 2019 21:15 Ingi Þór var ekki sáttur þrátt fyrir sigur í kvöld. Vísir/Daníel Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45