Uppskeruhátíð Þorvaldur Gylfason skrifar 24. október 2019 07:00 Reykjavík – Yfirleitt veit það ekki á gott þegar dyrabjöllunni er hringt heima hjá fólki í fastasvefni kl. sex að morgni. Öðru máli gegnir ef síminn hringir á slaginu sex um miðjan október, einkum ef símtalið kemur frá Stokkhólmi. Kona sem ég þekki til í Cambridge fyrir utan Boston var vakin með slíkri upphringingu um daginn. Hringjarinn kynnti sig, hann hringdi fyrir hönd Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar til að tilkynna að konunni hefðu verið veitt Nóbelsverðlaun í hagfræði við þriðja mann. Hringjarinn vildi einnig fá að tala við manninn hennar. Þau þökkuðu bæði kærlega fyrir sig. Að nokkrum mínútum liðnum hringdi síminn aftur. Hringjarinn frá akademíunni hét Adam Smith og spurði hvort hann mætti taka stutt símaviðtal við þau og taka það upp til dreifingar á vefsetri akademíunnar. Það er í góðu lagi, sagði konan, en þú verður því miður að tala við mig eina því maðurinn minn fór aftur að sofa. Hún er Frakki, heitir Esther Duflo, er prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) og er yngst þeirra 84ra hagfræðinga sem sæmdir hafa verið Nóbelsverðlaunum frá því þau voru fyrst veitt 1969. Hún deilir verðlaununum með Abhijit Banerjee sem er Indverji, gekk í skóla í Kalkúttu og gerðist fyrst kennari hennar og síðan samstarfsmaður á MIT og loks eiginmaður hennar. Hann mun vera eini Nóbelsverðlaunahafi sögunnar sem fór aftur að sofa eftir að tilkynningin barst frá Stokkhólmi. Þriðji verðlaunahafinn að þessu sinni er Bandaríkjamaðurinn Michael Kremer, hagfræðiprófessor í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Cambridge.Tilraunahagfræði Verðlaunin fengu þremenningarnir fyrir tilraunir í þróunarhagfræði að hætti lækna. Þegar læknar prófa nýtt lyf setja þeir gjarnan saman úrtak úr stórum hópi fólks og gæta þess að fólkið veljist í úrtakið af handahófi þannig að allir eigi sömu líkur á að lenda í úrtakinu. Síðan skipta þeir úrtakinu í tvennt svo báðir hóparnir séu sem næst því að vera alveg eins. Svo gefa þeir öðrum helmingnum lyfið og hinum ekki. Ef hópurinn sem fékk lyfið sýnir viðbrögð og hinn ekki þá álykta læknarnir að viðbrögðin hljóti að stafa af lyfinu úr því að lyfjagjöfin var eini marktæki munurinn á hópunum tveim. Þessa einföldu aðferð læknanna heimfærðu þremenningarnir og aðrir ásamt þeim upp á rannsóknir á kjörum fátæks fólks víða um heim til að svara spurningum eins og t.d. þeirri hvort ormahreinsun í skólum hafi áhrif á námsástundun indverskra barna (svarið var já) eða hvort hreint vatn sé tiltækara í indverskum þorpum þar sem konur frekar en karlar ráða ríkjum (svarið var já). Þegar slík svör fást úr miklum fjölda einfaldra tilrauna sem þessara verður til ný mynd af veruleika fólksins sem um er fjallað. Þau Banerjee og Duflo lýstu rannsóknum sínum fyrir almenningi í bók sinni Fátækrahagfræði (Poor Economics) 2011. Margar vistarverur Hagfræðingum er stundum legið á hálsi fyrir að kasta netum sínum ekki nógu víða, einblína á hagkvæmni og vanrækja mikilvæg mál eins og t.d. skiptingu auðs og tekna. Þessi aðfinnsla á að minni hyggju rétt á sér, en margir hagfræðingar hafa tekið hana til sín með tímanum og brugðizt við henni. Nóbelsverðlaun í hagfræði síðustu ár vitna um þessi viðbrögð og sýna að hagfræði snýst ekki eingöngu um hagkvæmni. Í fyrra hlutu verðlaunin þjóðhagfræðingurinn Paul Romer í New York-háskóla fyrir framlag sitt til hagvaxtarfræði sem er náskyld þróunarhagfræði og umhverfishagfræðingurinn William Nordhaus í Yale-háskóla fyrir rannsóknir á efnahagsafleiðingum hlýnunar loftslags. Í hittiðfyrra voru verðlaunin veitt Richard Thaler í Chicago-háskóla fyrir framlag hans til hagsálarfræðinnar sem umbyltir sumum eldri hugmyndum hagfræðinnar. Árið þar áður 2016 fengu verðlaunin Bretinn Oliver Hart í Harvard-háskóla og samverkamaður minn Finninn Bengt Holmström á MIT fyrir samningafræði. Þar áður fengu verðlaunin Skotinn Angus Deaton í Princeton-háskóla 2015 fyrir rannsóknir á neyzlu, fátækt og velferð og Frakkinn Jean Tirole í Toulouse-háskóla í Frakklandi fyrir rannsóknir á markaðsveldi og samkeppniseftirliti. Þessar verðlaunaveitingar sýna að í húsi hagfræðinnar eru margar vistarverur. Hæstu tindar Nóbelsverðlaunaveitingar á hverju hausti eru kærkomin uppskeruhátíð þeirra fræðigreina og vísinda auk friðar og bókmennta sem verðlaunin ná til. Tilhæfulaus hégómi, segja sumir. Ekki ég. Nóbelsverðlaun gera gagn með því m.a. að senda ungu fólki um allan heim skýr boð um að hægt er að klífa hæstu tinda víðar en til fjalla eða í íþróttum, kvikmyndum og listum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Yfirleitt veit það ekki á gott þegar dyrabjöllunni er hringt heima hjá fólki í fastasvefni kl. sex að morgni. Öðru máli gegnir ef síminn hringir á slaginu sex um miðjan október, einkum ef símtalið kemur frá Stokkhólmi. Kona sem ég þekki til í Cambridge fyrir utan Boston var vakin með slíkri upphringingu um daginn. Hringjarinn kynnti sig, hann hringdi fyrir hönd Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar til að tilkynna að konunni hefðu verið veitt Nóbelsverðlaun í hagfræði við þriðja mann. Hringjarinn vildi einnig fá að tala við manninn hennar. Þau þökkuðu bæði kærlega fyrir sig. Að nokkrum mínútum liðnum hringdi síminn aftur. Hringjarinn frá akademíunni hét Adam Smith og spurði hvort hann mætti taka stutt símaviðtal við þau og taka það upp til dreifingar á vefsetri akademíunnar. Það er í góðu lagi, sagði konan, en þú verður því miður að tala við mig eina því maðurinn minn fór aftur að sofa. Hún er Frakki, heitir Esther Duflo, er prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) og er yngst þeirra 84ra hagfræðinga sem sæmdir hafa verið Nóbelsverðlaunum frá því þau voru fyrst veitt 1969. Hún deilir verðlaununum með Abhijit Banerjee sem er Indverji, gekk í skóla í Kalkúttu og gerðist fyrst kennari hennar og síðan samstarfsmaður á MIT og loks eiginmaður hennar. Hann mun vera eini Nóbelsverðlaunahafi sögunnar sem fór aftur að sofa eftir að tilkynningin barst frá Stokkhólmi. Þriðji verðlaunahafinn að þessu sinni er Bandaríkjamaðurinn Michael Kremer, hagfræðiprófessor í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Cambridge.Tilraunahagfræði Verðlaunin fengu þremenningarnir fyrir tilraunir í þróunarhagfræði að hætti lækna. Þegar læknar prófa nýtt lyf setja þeir gjarnan saman úrtak úr stórum hópi fólks og gæta þess að fólkið veljist í úrtakið af handahófi þannig að allir eigi sömu líkur á að lenda í úrtakinu. Síðan skipta þeir úrtakinu í tvennt svo báðir hóparnir séu sem næst því að vera alveg eins. Svo gefa þeir öðrum helmingnum lyfið og hinum ekki. Ef hópurinn sem fékk lyfið sýnir viðbrögð og hinn ekki þá álykta læknarnir að viðbrögðin hljóti að stafa af lyfinu úr því að lyfjagjöfin var eini marktæki munurinn á hópunum tveim. Þessa einföldu aðferð læknanna heimfærðu þremenningarnir og aðrir ásamt þeim upp á rannsóknir á kjörum fátæks fólks víða um heim til að svara spurningum eins og t.d. þeirri hvort ormahreinsun í skólum hafi áhrif á námsástundun indverskra barna (svarið var já) eða hvort hreint vatn sé tiltækara í indverskum þorpum þar sem konur frekar en karlar ráða ríkjum (svarið var já). Þegar slík svör fást úr miklum fjölda einfaldra tilrauna sem þessara verður til ný mynd af veruleika fólksins sem um er fjallað. Þau Banerjee og Duflo lýstu rannsóknum sínum fyrir almenningi í bók sinni Fátækrahagfræði (Poor Economics) 2011. Margar vistarverur Hagfræðingum er stundum legið á hálsi fyrir að kasta netum sínum ekki nógu víða, einblína á hagkvæmni og vanrækja mikilvæg mál eins og t.d. skiptingu auðs og tekna. Þessi aðfinnsla á að minni hyggju rétt á sér, en margir hagfræðingar hafa tekið hana til sín með tímanum og brugðizt við henni. Nóbelsverðlaun í hagfræði síðustu ár vitna um þessi viðbrögð og sýna að hagfræði snýst ekki eingöngu um hagkvæmni. Í fyrra hlutu verðlaunin þjóðhagfræðingurinn Paul Romer í New York-háskóla fyrir framlag sitt til hagvaxtarfræði sem er náskyld þróunarhagfræði og umhverfishagfræðingurinn William Nordhaus í Yale-háskóla fyrir rannsóknir á efnahagsafleiðingum hlýnunar loftslags. Í hittiðfyrra voru verðlaunin veitt Richard Thaler í Chicago-háskóla fyrir framlag hans til hagsálarfræðinnar sem umbyltir sumum eldri hugmyndum hagfræðinnar. Árið þar áður 2016 fengu verðlaunin Bretinn Oliver Hart í Harvard-háskóla og samverkamaður minn Finninn Bengt Holmström á MIT fyrir samningafræði. Þar áður fengu verðlaunin Skotinn Angus Deaton í Princeton-háskóla 2015 fyrir rannsóknir á neyzlu, fátækt og velferð og Frakkinn Jean Tirole í Toulouse-háskóla í Frakklandi fyrir rannsóknir á markaðsveldi og samkeppniseftirliti. Þessar verðlaunaveitingar sýna að í húsi hagfræðinnar eru margar vistarverur. Hæstu tindar Nóbelsverðlaunaveitingar á hverju hausti eru kærkomin uppskeruhátíð þeirra fræðigreina og vísinda auk friðar og bókmennta sem verðlaunin ná til. Tilhæfulaus hégómi, segja sumir. Ekki ég. Nóbelsverðlaun gera gagn með því m.a. að senda ungu fólki um allan heim skýr boð um að hægt er að klífa hæstu tinda víðar en til fjalla eða í íþróttum, kvikmyndum og listum.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar