Betri aðbúnaður barna Skúli Helgason skrifar 24. október 2019 07:00 Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Skúli Helgason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar