Heitir fundarlaunum vegna innbrotsins í Vallarási Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2019 14:14 Þórdís hefur heitið fundarlaunum en tölvan sem hvarf í innbrotinu er dóttur hennar ómetanleg. Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður. Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður.
Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16