Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 10:38 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Bjarni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir nefndina í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Sem kunnugt er var Ísland sett á gráa listann fyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherrana hvort fylgst væri með því hvaða afleiðingar vera Íslands á listanum hafi á íslenskt efnahagslíf. Þorsteinn sagði augljóst að Ísland yrði fyrir álitshnekkjum sökum þessa en vildi vita hvort markvisst væri fylgst með afleiðingunum. „Við höfum farið yfir þessa óvissuþætti sérstaklega,“ sagði Bjarni. Til dæmis hafi verið fylgst með því hvort þetta geti haft áhrif á gengi krónunnar, gjaldeyrismiðlun, innlenda fjárfestingu, hvort lánshæfismat skaðist eða hvort gjaldeyrismarkaðirnir yrðu fyrir einhverjum áhrifum. „Enn sem komið er höfum við séð afskaplega lítil áhrif ef nokkur,“ segir Bjarni en bætti við að gætu þurfi sérstakrar varkárni. Engar upplýsingar liggi fyrir á þessari stundu um hvort eitthvað af ofantöldu hafi raungerst.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun.Vísir/VilhelmÁslaug Arna rakti á fundinum aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að FATF árið 1991. Aðgerðum og vörnum hafi verið ábótavant samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2018 og við því hafi þegar verið brugðist að sögn Áslaugar. Í lok september hafi komið í ljós að enn væru sex atriði útistandandi sem öllum hafi verið brugðist við, ýmist væri þeirri vinnu lokið eða væri í ferli. Það hafi ekki dugað til. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort þau atriði sem enn stæðu útaf kölluð á frekari lagabreytingar. Áslaug sagðist telja að engar aðrar lagabreytingar séu eftir sem þörf sé á, nema eitthvað óvænt komi upp. Þá sagði Áslaug að það væri ekki aðeins undir íslenskum stjórnvöldum komið að búa svo um hnútana að Ísland geti farið af listanum á næsta fundi FATF í febrúar þar sem listinn er uppfærður. Það sé ákvörðun ráðgjafanefndar FATF og veltur meðal annars á því hvort, hvort hún komi hingað til lands fyrir febrúarfundinn og hvort hópurinn gaumgæfi þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi ráðist í. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Bjarni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir nefndina í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Sem kunnugt er var Ísland sett á gráa listann fyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherrana hvort fylgst væri með því hvaða afleiðingar vera Íslands á listanum hafi á íslenskt efnahagslíf. Þorsteinn sagði augljóst að Ísland yrði fyrir álitshnekkjum sökum þessa en vildi vita hvort markvisst væri fylgst með afleiðingunum. „Við höfum farið yfir þessa óvissuþætti sérstaklega,“ sagði Bjarni. Til dæmis hafi verið fylgst með því hvort þetta geti haft áhrif á gengi krónunnar, gjaldeyrismiðlun, innlenda fjárfestingu, hvort lánshæfismat skaðist eða hvort gjaldeyrismarkaðirnir yrðu fyrir einhverjum áhrifum. „Enn sem komið er höfum við séð afskaplega lítil áhrif ef nokkur,“ segir Bjarni en bætti við að gætu þurfi sérstakrar varkárni. Engar upplýsingar liggi fyrir á þessari stundu um hvort eitthvað af ofantöldu hafi raungerst.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun.Vísir/VilhelmÁslaug Arna rakti á fundinum aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að FATF árið 1991. Aðgerðum og vörnum hafi verið ábótavant samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2018 og við því hafi þegar verið brugðist að sögn Áslaugar. Í lok september hafi komið í ljós að enn væru sex atriði útistandandi sem öllum hafi verið brugðist við, ýmist væri þeirri vinnu lokið eða væri í ferli. Það hafi ekki dugað til. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort þau atriði sem enn stæðu útaf kölluð á frekari lagabreytingar. Áslaug sagðist telja að engar aðrar lagabreytingar séu eftir sem þörf sé á, nema eitthvað óvænt komi upp. Þá sagði Áslaug að það væri ekki aðeins undir íslenskum stjórnvöldum komið að búa svo um hnútana að Ísland geti farið af listanum á næsta fundi FATF í febrúar þar sem listinn er uppfærður. Það sé ákvörðun ráðgjafanefndar FATF og veltur meðal annars á því hvort, hvort hún komi hingað til lands fyrir febrúarfundinn og hvort hópurinn gaumgæfi þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi ráðist í.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira