Norðanvert landið gæti breyst í vetrarríki í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 18:30 Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“ Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“
Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira