Norðanvert landið gæti breyst í vetrarríki í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 18:30 Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“ Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“
Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira