
Ekki láta dugnaðinn drepa þig
Þú ert svo dugleg!
Ég elska og hata þetta orð.
Þetta orð varð til þess að ég varð örmagna, enda alltaf í vinnu, skóla og svo tími með fjölskyldu og maka tók sinn tíma. Ég hélt áfram með sama hraða sama hvaða áföll dundu á. Engin hvíld í lagi, því þá væri ég löt.
Kannist þið við þetta?
Gera hundrað hluti í einu?
Missa einbeitinguna?
Gleyma hlutum?
Leið á vinnunni?
Leið á lífinu?
Alltaf stressuð?
Álagið er allt of mikið!
Ekki bara í alvörunni því síðan eigum við líka að vera á facebook/instagram/snapchat og hver veit hvað fleira.
Horfa einnig á þættina sem allir eru að horfa en líka lesa bækur. Svo eru víst fullt af hlaðvörpum sem við verðum að hlusta á, skv. vinum og vinnufélögum.
Hver hefur tíma fyrir allt þetta?
Er maður einhvern tímann sáttur?
Með ró vitandi að maður er að gera allt sem á að gera.
Í bókinni „Máttur Viljans“ tekur Guðni Gunnars dæmisögu manns sem reynir að eyða tíma með barninu sínu en er með hugann við að hann ætti að vera í vinnunni, en ef hann væri í vinnunni þá fengi hann með samviskubit yfir að eyða ekki tíma með barninu sínu, svo hann er í hvergilandi, hvorki með barninu né vinnunni og með samviskubit allan tímann. Tengið þið?
Hvað er hægt að gera?
Fara yfir dagskránna og sjá hvað er að gefa og taka frá ykkur orku.
Sama með manneskjur í lífi ykkar.
Hverjar eru að byggja ykkur upp vs. brjóta ykkur niður?
Setja ykkur mörk og fylgja þeim.
Mikilvægast að hvíla sig!
Hvíld er mikilvæg fyrir líkama og sál.
Halda skaltu hvíldardaginn heilagan var sagt.
Þú átt það skilið!!!!
Mundu:
„You’re a human being, not a human doing.”
Ekki láta dugnaðinn drepa ykkur.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar