Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 19:52 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30