Lögreglumaðurinn fletti fjórtán sinnum upp máli sonar síns í LÖKE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 09:15 Lögreglumaðurinn starfar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sætir ákæru fyrir brot í opinberu starfi fletti á þriggja vikna tímabili fjórtán sinnum upp máli tengdu syni hans. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa annars vegar reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir ofan hraðan akstur en hins vegar fyrir að hafa ítrekað flett upp máli sonar síns. Lögreglumaðurinn er tæplega sextugur en sonur hans rúmlega tvítugur. Lögreglumaðurinn fletti upp máli sonar síns í upplýsingakerfi lögreglu, LÖKE, alls átta sinnum þann 23. maí, þrisvar sinnum þann 11. júní og svo þrisvar til viðbótar aðra daga í kring. Uppflettingarnar tengdust á engan hátt starfi hans sem lögreglumanns og voru afleiðingarnar þær að hallaði á réttindi hins opinbera í málinu, segir í ákærunni. Brot lögreglumannsins varða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglumaður var fyrir tæpum fjórum árum ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum kvenna í LÖKE án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var síðar felldur niður þar sem ekki taldist sannað að uppflettingarnar hefðu ekki tengst starfi hans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í gær.Fréttin var uppfærð en áður sagði að lögregumaðurinn hefði tólf sinnum flett nafninu upp. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sætir ákæru fyrir brot í opinberu starfi fletti á þriggja vikna tímabili fjórtán sinnum upp máli tengdu syni hans. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa annars vegar reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir ofan hraðan akstur en hins vegar fyrir að hafa ítrekað flett upp máli sonar síns. Lögreglumaðurinn er tæplega sextugur en sonur hans rúmlega tvítugur. Lögreglumaðurinn fletti upp máli sonar síns í upplýsingakerfi lögreglu, LÖKE, alls átta sinnum þann 23. maí, þrisvar sinnum þann 11. júní og svo þrisvar til viðbótar aðra daga í kring. Uppflettingarnar tengdust á engan hátt starfi hans sem lögreglumanns og voru afleiðingarnar þær að hallaði á réttindi hins opinbera í málinu, segir í ákærunni. Brot lögreglumannsins varða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglumaður var fyrir tæpum fjórum árum ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum kvenna í LÖKE án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var síðar felldur niður þar sem ekki taldist sannað að uppflettingarnar hefðu ekki tengst starfi hans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í gær.Fréttin var uppfærð en áður sagði að lögregumaðurinn hefði tólf sinnum flett nafninu upp.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. 26. október 2019 18:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent