Borgarfulltrúi vill breyttar reglur um frístundakortin Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Margir foreldrar kjósa að nýta frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Fréttablaðið/Ernir Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira