Berst fyrir lífi sínu eftir alvarlegt bílslys í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 Hanna Margrét lenti í alvarlegu bílslysi á leið sinni til vinnu í síðustu viku. Mynd/Aðsend Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira