Allir umsækjendur frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á árinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:39 Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. Vísir/Getty Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn. Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira