Misskilningur Stúdentaráðs? Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. nóvember 2019 14:45 Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar