Lufthansa aflýsir 1.300 flugferðum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2019 10:30 Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. EPA Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.300 flugferðum vegna kjaradeilu starfsmanna. Tveggja daga verkfall starfsmanna í áhöfn véla hófst á miðnætti að staðartíma, en þau berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum. Verkfallið hefur áhrif á um 180 þúsund viðskiptavini Lufthansa, og tekur til allra flugferða félagsins frá flugvöllum í Þýskalandi. Í yfirlýsingu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á flugferðir annarra flugfélaga í eigu Lufthansa, meðal annars Eurowings, Swiss, Austrian Airlines og Brussels Airlines. Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. Flugfélagið kveðst harma stöðuna og að allt verði gert til að draga úr áhrifum verkfallsins fyrir viðskiptavini. Þannig geti farþegar sem hugðust fljúga milli flugvalla í Þýskalandi skipt flugmiðunum úr fyrir lestarmiða. Félagsdómur í Frankfurt hafnaði í gærkvöldi kröfu flugfélagsins að setja lögbann á verkfallið. Varaformaður stéttarfélags starfsmanna, Daniel Flohr, segir að það geti komið til frekari verkfalla á hverri stundu. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.300 flugferðum vegna kjaradeilu starfsmanna. Tveggja daga verkfall starfsmanna í áhöfn véla hófst á miðnætti að staðartíma, en þau berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum. Verkfallið hefur áhrif á um 180 þúsund viðskiptavini Lufthansa, og tekur til allra flugferða félagsins frá flugvöllum í Þýskalandi. Í yfirlýsingu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á flugferðir annarra flugfélaga í eigu Lufthansa, meðal annars Eurowings, Swiss, Austrian Airlines og Brussels Airlines. Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. Flugfélagið kveðst harma stöðuna og að allt verði gert til að draga úr áhrifum verkfallsins fyrir viðskiptavini. Þannig geti farþegar sem hugðust fljúga milli flugvalla í Þýskalandi skipt flugmiðunum úr fyrir lestarmiða. Félagsdómur í Frankfurt hafnaði í gærkvöldi kröfu flugfélagsins að setja lögbann á verkfallið. Varaformaður stéttarfélags starfsmanna, Daniel Flohr, segir að það geti komið til frekari verkfalla á hverri stundu.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira