Skipulag byggðar og samgangna á vendipunkti Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Samgöngur Skipulag Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar