Litlar sem engar málsbætur vegna viðtalsins sem aldrei átti að fara í loftið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2019 11:11 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30