Körfubolti

Fyrsta tap 76ers kom í Phoenix

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ricky Rubio var öflugur í nótt
Ricky Rubio var öflugur í nótt vísir/getty
Sex leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og það dró til tíðinda í Phoenix þar sem Philadelphia 76ers var í heimsókn.

Devin Booker átti frábæran leik hjá heimamönnum í Suns þar sem hann skoraði 40 stig í fimm stiga sigri, 114-109, en þetta var fyrsta tap 76ers á leiktíðinni. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio átti sömuleiðis góðan leik með 21 stig og 10 stoðsendingar en Al Horford (32 stig) fór fyrir Sixers í fjarveru Joel Embiid sem tók út leikbann.

Annar stórleikur var í Minnesota þar sem Milwaukee Bucks var í heimsókn hjá Timberwolves. Þar stal Giannis Antetokounmpo senunni með 34 stig og 15 fráköst í öruggum sigri gestanna, 106-134. Bæði lið búin að tapa tveimur leikjum á tímabilinu.

Þá vann Golden State Warriors sinn annan leik á leiktíðinni sem heyrir til tíðinda enda með arfaslakt lið þar sem Steph Curry, Klay Thompson, Draymond Green og D´Angelo Russell eru allir fjarverandi. Þrátt fyrir það unnu Warriors níu stiga sigur á Portland TrailBlazers, 127-118.

Úrslit næturinnar


Washington Wizards 115-99 Detroit Pistons

Brooklyn Nets 135-125 New Orleans Pelicans

Memphis Grizzlies 100-107 Houston Rockets

Minnesota Timberwolves 106-134 Milwaukee Bucks

Phoenix Suns 114-109 Philadelphia 76ers

Golden State Warriors 127-118 Portland TrailBlazers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×