„Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 18:30 Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira