Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 16:45 Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019
Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira