Baulað á Bandaríkjaforseta á bardagakvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2019 08:33 Trump veifaði til áhorfenda þrátt fyrir blendnar viðtökur. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11