Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. nóvember 2019 06:11 Vísir/Getty UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. Bardagakvöldið fór fram í Madison Square Garden í New York en þeir Masvidal og Diaz börðust um svo kallað BMF-belti (Baddest Motherfucker). Masvidal byrjaði af miklum krafti og var Diaz snemma kominn með skurð. Masvidal vankaði Diaz snemma og sparkaði hann niður. Masvidal fylgdi Diaz eftir í gólfið til að reyna að klára en Diaz var fljótur að jafna sig. Diaz komst betur inn í bardagann þegar á leið lotuna. Í 2. lotu hélt Diaz pressunni áfram en Masvidal meiddi hann með yfirhandar hægri og þungum spörkum í skrokkinn. Þrátt fyrir það hélt Diaz áfram að pressa og gaf ekkert eftir. Í 3. lotu hélt Masvidal áfram að raða inn höggunum en Diaz át þetta allt. Masvidal klárlega betri en Diaz bræðurnir alltaf þekktir fyrir frábært þol og því nóg eftir. Rétt áður en 4. lota átti að byrja kíkti læknirinn á skurðinn fyrir ofan hægra auga Nate Diaz. Lækninum leist illa á blikuna og stöðvaði bardagann. Diaz mótmælti harðlega og sagðist vera í góðu lagi. Jorge Masvidal var ekki sáttur við ákvörðun læknisins en Masvidal sagðist vilja mæta Nate Diaz aftur. Áhorfendur voru einnig ósáttir með ákvörðun læknisins og fögnuðu Diaz þegar hann var tekinn í viðtal. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var viðstaddur bardagakvöldið og var baulað á hann þegar hann mætti í salinn. Dana White, forseti UFC, sagði eftir bardagann að hann hefði í fyrstu verið afar ósáttur með ákvörðun læknisins. Baksviðs sá hann skurðinn betur og sagði þetta hafa litið illa út. Dana hafði ekki áhuga á að láta þá mætast strax aftur. Þeir Kelvin Gastelum og Darren Till mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardaginn stóð ekki undir væntingum en Till sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í fremur rólegum bardaga. Þetta var frumraun Till í millivigt og viðurkenndi Till að hann hefði verið smeykur við að stíga inn í kvöld eftir að hafa verið rotaður illa í síðasta bardaga. Aðrir bardagar kvöldsins voru afar skemmtilegir en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Tveir alvöru bardagamenn aðalstjörnurnar í Madison Square Garden UFC 244 fer fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Þar munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. 2. nóvember 2019 10:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30 Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30 Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. Bardagakvöldið fór fram í Madison Square Garden í New York en þeir Masvidal og Diaz börðust um svo kallað BMF-belti (Baddest Motherfucker). Masvidal byrjaði af miklum krafti og var Diaz snemma kominn með skurð. Masvidal vankaði Diaz snemma og sparkaði hann niður. Masvidal fylgdi Diaz eftir í gólfið til að reyna að klára en Diaz var fljótur að jafna sig. Diaz komst betur inn í bardagann þegar á leið lotuna. Í 2. lotu hélt Diaz pressunni áfram en Masvidal meiddi hann með yfirhandar hægri og þungum spörkum í skrokkinn. Þrátt fyrir það hélt Diaz áfram að pressa og gaf ekkert eftir. Í 3. lotu hélt Masvidal áfram að raða inn höggunum en Diaz át þetta allt. Masvidal klárlega betri en Diaz bræðurnir alltaf þekktir fyrir frábært þol og því nóg eftir. Rétt áður en 4. lota átti að byrja kíkti læknirinn á skurðinn fyrir ofan hægra auga Nate Diaz. Lækninum leist illa á blikuna og stöðvaði bardagann. Diaz mótmælti harðlega og sagðist vera í góðu lagi. Jorge Masvidal var ekki sáttur við ákvörðun læknisins en Masvidal sagðist vilja mæta Nate Diaz aftur. Áhorfendur voru einnig ósáttir með ákvörðun læknisins og fögnuðu Diaz þegar hann var tekinn í viðtal. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var viðstaddur bardagakvöldið og var baulað á hann þegar hann mætti í salinn. Dana White, forseti UFC, sagði eftir bardagann að hann hefði í fyrstu verið afar ósáttur með ákvörðun læknisins. Baksviðs sá hann skurðinn betur og sagði þetta hafa litið illa út. Dana hafði ekki áhuga á að láta þá mætast strax aftur. Þeir Kelvin Gastelum og Darren Till mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardaginn stóð ekki undir væntingum en Till sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í fremur rólegum bardaga. Þetta var frumraun Till í millivigt og viðurkenndi Till að hann hefði verið smeykur við að stíga inn í kvöld eftir að hafa verið rotaður illa í síðasta bardaga. Aðrir bardagar kvöldsins voru afar skemmtilegir en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Tveir alvöru bardagamenn aðalstjörnurnar í Madison Square Garden UFC 244 fer fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Þar munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. 2. nóvember 2019 10:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30 Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30 Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30
Tveir alvöru bardagamenn aðalstjörnurnar í Madison Square Garden UFC 244 fer fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Þar munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. 2. nóvember 2019 10:30
Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30
The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30
Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30
Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00