Keflavík er efsta lið Domino's deildar karla og hefur ekki tapað leik þegar fimm umferðir eru búnar.
Keflavík vann Val 92-82 á fimmtudaginn og átti Khalil Ullah Ahmad mjög góðan leik fyrir Keflavík.
„Hann hefur ekki verið leiðtoginn þeirra, en hann gjörsamlega sprakk út í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu leikinn á Stöð 2 Sport í gærkvöld.
„Það er ekkert venjulegt „touch“ í þessum strák og maður er alveg búinn að sjá það í hinum leikjunum,“ tók Teitur Örlygsson undir.
„Hörku íþróttamaður og frábær skytta þessi strákur.“
Keflvíkingar hafa verið mjög sterkir í teignum það sem af er tímabili og enn ekki verið undir í teignum í leikjunum fimm.
Alla umræðuna um Keflavík má sjá hér að ofan.
