Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:00 Boðið er upp á tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík, stúdentum að endurgjaldslausum. getty/Jeffrey Greenberg/Vísir/vilhelm Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira