Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:00 Boðið er upp á tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík, stúdentum að endurgjaldslausum. getty/Jeffrey Greenberg/Vísir/vilhelm Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira