Vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira