Ótrúleg endurkoma Levante gegn Börsungum 2. nóvember 2019 17:00 Antoine Griezmann og félagar fengu skell gegn Levante vísir/getty Barcelona varð af mikilvægum stigum og gæti misst toppsæti La Liga deildarinnar þegar liðið tapaði fyrir Levante. Eftir að hafa pressað að marki Levante uppskar Barcelona vítaspyrnu á 36. mínútu. Lionel Messi fór á punktinn og skoraði af öryggi. Markið skildi liðin að í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og á 60. mínútu jafnaði Jose Campana metin. Þremur mínútum seinna voru heimamenn komnir yfir. Á 68. mínútu skoraði Nemanja Radoja þriðja mark Levante og leikurinn búinn að snúast heimamönnum í vil. Lionel Messi virtist hafa komið Börsungum aftur inn í leikinn með marki á 74. minútu en markið var dæmt ógilt af myndbandsdómurum, Antoine Griezmann var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Fleiri mörk urðu ekki skoruð í leiknum og Levante vann ótrúlegan 3-1 sigur. Spænski boltinn
Barcelona varð af mikilvægum stigum og gæti misst toppsæti La Liga deildarinnar þegar liðið tapaði fyrir Levante. Eftir að hafa pressað að marki Levante uppskar Barcelona vítaspyrnu á 36. mínútu. Lionel Messi fór á punktinn og skoraði af öryggi. Markið skildi liðin að í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og á 60. mínútu jafnaði Jose Campana metin. Þremur mínútum seinna voru heimamenn komnir yfir. Á 68. mínútu skoraði Nemanja Radoja þriðja mark Levante og leikurinn búinn að snúast heimamönnum í vil. Lionel Messi virtist hafa komið Börsungum aftur inn í leikinn með marki á 74. minútu en markið var dæmt ógilt af myndbandsdómurum, Antoine Griezmann var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Fleiri mörk urðu ekki skoruð í leiknum og Levante vann ótrúlegan 3-1 sigur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti