Árni Mathiesen segir eðlilegt að leita til FAO með Samherjamálið Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2019 16:53 Kristján Þór vill að FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum íslenskra útgerða og það erindi ratar á borð Árna Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. „Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02
Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08
Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27
Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44