„Versti tíminn, allra versti tíminn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2025 19:32 Pósturinn með frá og með mánudeginum ekki sinna vörusendingum til Bandaríkjanna. vísir/ernir Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“ Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“
Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira