Lífið

Aðeins einn hlutur sem pirrar Evu Ruzu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Ruza er nánast alltaf hress og skemmtileg.
Eva Ruza er nánast alltaf hress og skemmtileg. Vísir/Vilhelm
Eva Ruza Miljevic er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún er án efa ein hressasta og skemmtilega kona landsins. Hún hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og starfar í dag sem blómasali, veislustjóri og kynnir og er að byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt. Hún er gift Sigurði Þór Þórssyni og hafa þau verið saman í um tuttugu ár.

„Ég er rosalega lítið í fílu og það þarf rosalega mikið svo að ég verði eitthvað brjáluð,“ segir Eva Ruza þegar hún var spurð hvort hún væri alltaf í góðu skapi.

„Nema þegar ég verð svöng. Þá er eitthvað sem triggerast í hausnum á mér. Svo fæ ég mér bara að borða og er orðin glöð aftur tuttugu mínútum seinna. Það er svo ótrúlega gott að vera ekki að eyða tímanum sínum og lífinu í einhvern óþarfa pirring. Ég gef mér aldrei langan tíma í það að vera pirruð og ég er rosalega fljót að henda þessu fyrir aftan mig. Manni líður ekkert vel þegar maður er pirraður og ég reyni því að forðast þá tilfinningu alveg.“

Í þættinum ræðir Eva einnig um feril sinn á samfélagsmiðlum, um sjónvarpsþátt sem hún er að byrja með á nýju ári, hversu seinheppin hún getur verið, lífsgleðina sem hefur fleytt henni áfram í lífinu, um áhugan á Hollywood og um erfileika þeirra hjóna að eignast börn og opnaði hún sig einnig um skelfilegan atburð sem hún varð vitni af níu ára.


Tengdar fréttir

Enginn beðið mig afsökunar

"Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×