Ef krakkar fengju völdin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir segir ellefu ályktanir sem flest börnin gátu sameinast um verða kynntar í Salnum í Kópavogi á morgun. FBl/sigtryggur ari Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“ Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“
Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira