Foringjar gætu fallið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Stjórnmálaforingjarnir Olaf Scholz og Angela Merkel eiga undir högg að sækja í Þýskalandi. Nordicphotos/Getty Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira