Spöruðu 20 prósent eftir útboð á þvagleggjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. nóvember 2019 08:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45
Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30
Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent