Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 07:30 Unnið hefur verið að undirbúningi þess að reisa gróðurhvelfingar við Stekkjarbakka. Fréttablaðið/Valli Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur vill að farið verði í íbúakosningu um deiliskipulag í útjaðri Elliðaárdalsins þar sem til stendur að reisa gróðurhvelfingar ALDIN Biodome. Fram kemur í tillögu Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins, sem lögð verður fram á borgarstjórnarfundi á morgun, að atkvæðagreiðslan verði rafræn fyrir alla íbúa Reykjavíkur. Á sama fundi verður tekin fyrir umsögn skipulagsfulltrúa um deiliskipulagið sem samþykkt var á síðasta borgarráðsfundi. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. Verkefnið kemur til með að kosta um 4,5 milljarða. „Það var ekkert um það í stefnuskrá flokkanna sem buðu sig fram í síðustu kosningum að farið yrði í uppbyggingu á þessum stað. Þetta er þverpólitískt deilumál. Þarna er verið að ganga á grænu svæðin í borginni og við teljum að það eigi ekki að gera það nema spyrja íbúana fyrst,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við heyrum að það er fólk í ólíkum flokkum sem vill passa upp á grænu svæðin í borginni og Elliðaárdalurinn er það svæði sem er hvað minnst raskað og er hvað náttúrulegast.“Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti PírataSanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, tekur í sama streng. „Það er talað um að þetta eigi að vera græn uppbygging. Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu,“ segir Sanna. „Það er talað um að þetta eigi að vera í útjaðri Elliðaárdalsins, en þegar ég skoða myndir af þessu þá er þetta í Elliðaárdalnum í mínum huga.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er á öðru máli. „Ég hef byggt mína pólitík á því að almenningur geti komið sínum skoðunum á framfæri og er alltaf til í að skoða svona möguleika. Mér er hins vegar annt um að fara eftir kröfum sem raunverulega koma frá kjósendum og íbúum,“ segir Dóra Björt. „Ég er orðin þreytt á því að minnihlutinn, þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, sé að draga fram og misnota hugmyndir um íbúalýðræði þegar þeir vilja ekki einu sinni hlusta á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Að draga fram svona hálfkákstillögur um íbúakosningu þegar það hentar þeim.“Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks ÍslandsBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagst harðlega gegn uppbyggingunni. „Ég er viss um það að kjósendur meirihlutaflokkanna, Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar, séu margir hverjir sammála okkur um að láta þetta svæði í friði,“ segir Eyþór. „Það er undarlegt að farið sé að úthluta borgarlandi með þessum hætti án þess að það sé auglýst. Það eru margir gallar í þessu, þarna er verið að afhenda gæði borgarinnar án auglýsingar. Síðan liggur ekki fyrir hvernig á að fjármagna þetta eða hvernig rekstur þarna á að ganga upp, þannig að það getur eitthvað allt annað endað þarna.“ Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir miklar tilfinningar tengdar Elliðaárdalnum. „Það er aldrei farsælt að fara í svona verkefni nema með samþykki íbúa,“ segir Kolbrún. „Ég man eftir því þegar ég var í hópnum Betra Breiðholt, þá kom upp umræða um að hafa slökkviliðið á þessum stað. Þá voru mjög harkaleg viðbrögð.“ Dóra Björt segir tillöguna ekki standast formkröfur. „Þau eru svo mikið að drífa sig í að koma innihaldinu í einhverjar Facebook-færslur. Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur vill að farið verði í íbúakosningu um deiliskipulag í útjaðri Elliðaárdalsins þar sem til stendur að reisa gróðurhvelfingar ALDIN Biodome. Fram kemur í tillögu Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins, sem lögð verður fram á borgarstjórnarfundi á morgun, að atkvæðagreiðslan verði rafræn fyrir alla íbúa Reykjavíkur. Á sama fundi verður tekin fyrir umsögn skipulagsfulltrúa um deiliskipulagið sem samþykkt var á síðasta borgarráðsfundi. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. Verkefnið kemur til með að kosta um 4,5 milljarða. „Það var ekkert um það í stefnuskrá flokkanna sem buðu sig fram í síðustu kosningum að farið yrði í uppbyggingu á þessum stað. Þetta er þverpólitískt deilumál. Þarna er verið að ganga á grænu svæðin í borginni og við teljum að það eigi ekki að gera það nema spyrja íbúana fyrst,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við heyrum að það er fólk í ólíkum flokkum sem vill passa upp á grænu svæðin í borginni og Elliðaárdalurinn er það svæði sem er hvað minnst raskað og er hvað náttúrulegast.“Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti PírataSanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, tekur í sama streng. „Það er talað um að þetta eigi að vera græn uppbygging. Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu,“ segir Sanna. „Það er talað um að þetta eigi að vera í útjaðri Elliðaárdalsins, en þegar ég skoða myndir af þessu þá er þetta í Elliðaárdalnum í mínum huga.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er á öðru máli. „Ég hef byggt mína pólitík á því að almenningur geti komið sínum skoðunum á framfæri og er alltaf til í að skoða svona möguleika. Mér er hins vegar annt um að fara eftir kröfum sem raunverulega koma frá kjósendum og íbúum,“ segir Dóra Björt. „Ég er orðin þreytt á því að minnihlutinn, þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, sé að draga fram og misnota hugmyndir um íbúalýðræði þegar þeir vilja ekki einu sinni hlusta á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Að draga fram svona hálfkákstillögur um íbúakosningu þegar það hentar þeim.“Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks ÍslandsBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagst harðlega gegn uppbyggingunni. „Ég er viss um það að kjósendur meirihlutaflokkanna, Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar, séu margir hverjir sammála okkur um að láta þetta svæði í friði,“ segir Eyþór. „Það er undarlegt að farið sé að úthluta borgarlandi með þessum hætti án þess að það sé auglýst. Það eru margir gallar í þessu, þarna er verið að afhenda gæði borgarinnar án auglýsingar. Síðan liggur ekki fyrir hvernig á að fjármagna þetta eða hvernig rekstur þarna á að ganga upp, þannig að það getur eitthvað allt annað endað þarna.“ Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir miklar tilfinningar tengdar Elliðaárdalnum. „Það er aldrei farsælt að fara í svona verkefni nema með samþykki íbúa,“ segir Kolbrún. „Ég man eftir því þegar ég var í hópnum Betra Breiðholt, þá kom upp umræða um að hafa slökkviliðið á þessum stað. Þá voru mjög harkaleg viðbrögð.“ Dóra Björt segir tillöguna ekki standast formkröfur. „Þau eru svo mikið að drífa sig í að koma innihaldinu í einhverjar Facebook-færslur. Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15
Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15