Einn handtekinn vegna innbrots í Gerðarsafn í nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 07:56 Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira