Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 23:36 Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópousambandinu. AP/Pablo Martinez Monsivais Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sagðist fara eftir skipunum Donald Trump, forseta, þegar hann beitti yfirvöld Úkraínu þrýstingi. Markmiðið var að reyna að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump í baráttu hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta sagði Tim Morrison, fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, í samtali við þingmenn fulltrúadeildarinnar sem rannsaka nú hvort Trump hafi brotið af sér í starfi vegna áðurnefnds þrýstings. Hann sagði þar að auki að Sondland hafi verið í reglulegum samskiptum við Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni.Fulltrúadeildin opinberaði vitnisburð Morrison nú í kvöld.Vitni hafa sagt að Úkraínumenn hefðu ekki fengið aðstoðina fyrr en Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu, lýsti því yfir opinberlega að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Nánar er fjallað um það hér neðar.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpMorrison sagði þingmönnum að hann hefði lagt til að aðgangur að upplýsingum um umdeilt símtal á milli Trump og Zelensky yrðu takmarkaðar. Hann óttaðist að eitthvað um símtalið myndi leka í fjölmiðla og sagði þar að auki að um leið og hann hafi heyrt símtalið hafi hann vitað að nauðsynlegt væri að hylja það Þrátt fyrir það sagðist Morrison ekki hafa heyrt neitt í símtalinu sem hægt væri að telja óviðeigandi. Hann sagði þar að auki að það hefðu verið mistök að flytja upplýsingar um símtalið af vefþjóni sem geymir iðulega slík gögn, yfir á vefþjón sem geymir leynileg gögn. Símtalið , sem átti sér stað 25. júlí, leiddi á endanum til þess að uppljóstrari lagði fram formlega kvörtun vegna þess. Í kjölfar þess hófst svo rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum brotum forsetans. Aðrir starfsmenn Hvíta hússins kvörtuðu einnig yfir símtalinu, þar sem Trump þrýsti á Zelensky að hefja áðurnefndar rannsóknir.Sjá einnig: „Allt hvíldi á rannsóknum“ Morrison sagðist einnig hafa verið á fundi Sondland með aðstoðarmanni Zelensky í Póllandi þann 1. september þar sem Sondland sagði berum orðum að það myndi „hjálpa til“ við afhendingu aðstoðarinnar að tilvist rannsóknanna yrði tilkynnt opinberlega. Morrison sagði það í fyrsta sinn sem hann hafi heyrt slíkt. Það hafi valdið honum áhyggjum að vera að draga Úkraínumenn inn í bandarísk stjórnmál.Tim Morrison, fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins.AP/J. Scott ApplewhiteVitnisburður Morrison gæti komið Sondland í bobba en þingmenn hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi logið að þeim þegar hann var yfirheyrður. Hann mun mæta aftur á þingið í næstu viku og svara spurningum þingmanna á opnum fundi.Byggja á samsæriskenningum Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sagðist fara eftir skipunum Donald Trump, forseta, þegar hann beitti yfirvöld Úkraínu þrýstingi. Markmiðið var að reyna að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump í baráttu hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta sagði Tim Morrison, fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, í samtali við þingmenn fulltrúadeildarinnar sem rannsaka nú hvort Trump hafi brotið af sér í starfi vegna áðurnefnds þrýstings. Hann sagði þar að auki að Sondland hafi verið í reglulegum samskiptum við Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni.Fulltrúadeildin opinberaði vitnisburð Morrison nú í kvöld.Vitni hafa sagt að Úkraínumenn hefðu ekki fengið aðstoðina fyrr en Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu, lýsti því yfir opinberlega að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Nánar er fjallað um það hér neðar.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpMorrison sagði þingmönnum að hann hefði lagt til að aðgangur að upplýsingum um umdeilt símtal á milli Trump og Zelensky yrðu takmarkaðar. Hann óttaðist að eitthvað um símtalið myndi leka í fjölmiðla og sagði þar að auki að um leið og hann hafi heyrt símtalið hafi hann vitað að nauðsynlegt væri að hylja það Þrátt fyrir það sagðist Morrison ekki hafa heyrt neitt í símtalinu sem hægt væri að telja óviðeigandi. Hann sagði þar að auki að það hefðu verið mistök að flytja upplýsingar um símtalið af vefþjóni sem geymir iðulega slík gögn, yfir á vefþjón sem geymir leynileg gögn. Símtalið , sem átti sér stað 25. júlí, leiddi á endanum til þess að uppljóstrari lagði fram formlega kvörtun vegna þess. Í kjölfar þess hófst svo rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum brotum forsetans. Aðrir starfsmenn Hvíta hússins kvörtuðu einnig yfir símtalinu, þar sem Trump þrýsti á Zelensky að hefja áðurnefndar rannsóknir.Sjá einnig: „Allt hvíldi á rannsóknum“ Morrison sagðist einnig hafa verið á fundi Sondland með aðstoðarmanni Zelensky í Póllandi þann 1. september þar sem Sondland sagði berum orðum að það myndi „hjálpa til“ við afhendingu aðstoðarinnar að tilvist rannsóknanna yrði tilkynnt opinberlega. Morrison sagði það í fyrsta sinn sem hann hafi heyrt slíkt. Það hafi valdið honum áhyggjum að vera að draga Úkraínumenn inn í bandarísk stjórnmál.Tim Morrison, fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins.AP/J. Scott ApplewhiteVitnisburður Morrison gæti komið Sondland í bobba en þingmenn hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi logið að þeim þegar hann var yfirheyrður. Hann mun mæta aftur á þingið í næstu viku og svara spurningum þingmanna á opnum fundi.Byggja á samsæriskenningum Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00