Missti flugréttindi vegna sykursýki og segir reglurnar úreltar Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 16. nóvember 2019 20:11 Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira