Stormur gengur á land seint í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 06:44 Storminum fylgir slydda og síðar rigning. Vísir/vilhelm Búast má við hvassviðri eða stormi sunnan- og vestantil á landinu seint í nótt, sums staðar með talsverðri úrkomu. Í dag verður þó hæglætisveður, bjart og kalt. Þannig má gera ráð fyrir norðvestan 5-10 m/s í dag og dálitlum éljum norðaustantil á landinu fram eftir degi, en lægir síðan og léttir til. „Sólríkur dagur framundan sunnan- og vestantil á landinu og hægur vindur, en skil nálgast landið úr suðvestri og mun blika frá skilunum smám saman færast yfir landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seint í nótt gengur í suðaustan hvassviðri eða storm sunnan- og vestantil á landinu, með slyddu og síðar rigningu og sums staðar má búast við talsverðri úrkomu. Síðan dregur úr vindi en heldur áfram að rigna um sinn, þangað til að suðvestanáttin lætur til sín taka og þá styttir upp að mestu en bætir í vind og úrkomu fyrir austan. Þá verður frost um mest allt land í dag en hlýnar síðan smám saman. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig síðdegis á morgun. Á laugardag er útlit fyrir dæmigerða suðvestanátt með dálitlum snjó- eða slydduéljum sunnan- og vestanlands, en björtu veðri norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Hvöss sunnanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig. Snýst í hægari suðvestanátt með éljum um landið vestanvert síðdegis og kólnar.Á laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari og léttskýjað um landið A-vert. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðvesturströndina.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum V-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA- og A-landi.Á mánudag:Ákveðin suðaustanátt og úrkomulítið, en hægari og bjart um landið norðaustanvert. Hlýnar lítið eitt.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir austan- og norðaustanátt. Víða él, en þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Hiti kringum frostmark. Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Búast má við hvassviðri eða stormi sunnan- og vestantil á landinu seint í nótt, sums staðar með talsverðri úrkomu. Í dag verður þó hæglætisveður, bjart og kalt. Þannig má gera ráð fyrir norðvestan 5-10 m/s í dag og dálitlum éljum norðaustantil á landinu fram eftir degi, en lægir síðan og léttir til. „Sólríkur dagur framundan sunnan- og vestantil á landinu og hægur vindur, en skil nálgast landið úr suðvestri og mun blika frá skilunum smám saman færast yfir landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seint í nótt gengur í suðaustan hvassviðri eða storm sunnan- og vestantil á landinu, með slyddu og síðar rigningu og sums staðar má búast við talsverðri úrkomu. Síðan dregur úr vindi en heldur áfram að rigna um sinn, þangað til að suðvestanáttin lætur til sín taka og þá styttir upp að mestu en bætir í vind og úrkomu fyrir austan. Þá verður frost um mest allt land í dag en hlýnar síðan smám saman. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig síðdegis á morgun. Á laugardag er útlit fyrir dæmigerða suðvestanátt með dálitlum snjó- eða slydduéljum sunnan- og vestanlands, en björtu veðri norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Hvöss sunnanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig. Snýst í hægari suðvestanátt með éljum um landið vestanvert síðdegis og kólnar.Á laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari og léttskýjað um landið A-vert. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðvesturströndina.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum V-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA- og A-landi.Á mánudag:Ákveðin suðaustanátt og úrkomulítið, en hægari og bjart um landið norðaustanvert. Hlýnar lítið eitt.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir austan- og norðaustanátt. Víða él, en þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Hiti kringum frostmark.
Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira