„Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 17:21 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í rökræðukönnun sem var framkvæmd um helgina. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15
Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15