Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2019 21:15 Þjóðarleikvangurinn yrði yfirbyggður með hvolfþaki og stórum útsýnisgluggum, samkvæmt teikningu danska arkitektsins Bjarke Ingels fyrir sveitarfélagið Sermersooq. Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér: Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér:
Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40