Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega 29. nóvember 2019 22:30 Björn Kristjánsson í leik með KR. Vísir/Vilhelm Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00
Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00
Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30