Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Drífa Snædal skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun