Réðst á konu í hesthúsi og gerði gat á höfuð hennar með skeifu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:59 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni konu til að greiða annarri konu rúmar 400 þúsund krónur í bætur vegna árásar í hesthúsi árið 2015. Konunni var gefið að sök að hafa m.a. ráðist á hina konuna með skeifu og veitt henni gat á höfuðið. Þolandi árásarinnar krafðist þess að konan greiddi sér 800 þúsund krónur í miskabætur, auk 235.800 krónur í þjáningabætur. Þá krafðist hún einnig 136 þúsund króna í skaðabætur vegna útlags kostnaðar, auk málskostnaðar.Í dómi segir að það sé óumdeilt að konurnar hafi lent í átökum í hesthúsinu júní árið 2015. Þá hafi stefnandi slasast í átökunum og hlotið skurð í hársverði, mar í andliti, á hálsi og handlegg. Hún sagði konuna hafa slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu. Stefnda kvað konuna hins vegar hafa hlotið áverkana þegar hún féll í gólfið og á steypta brún. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þolandi hafi ætlað að skila hjálmi, sem hin konan taldi hana eiga, og verið komið inn á gang hesthússins þegar konan reif í hana, lamdi hana með skeifunni og sló hana í andlit. Þá hafi vitni komið að og dregið konuna af hinni. Í lögregluskýrslu var haft eftir stefndu að konan hefði leigt hjá stefndu í hesthúsinu í þrjá vetur. Sú síðarnefnda mundi eftir því að hafa ýtt henni og grýtt í hana hlutum en neitaði því að hafa lamið hana með skeifu í höfuðið, en hafði þó áður viðurkennt að hafa gert gat á höfuð hennar. Þá er einnig rakið í dómi að þolandi árásarinnar hafi leitað ítrekað til læknis vegna áverka sem hún hlaut í árásinni, svo og nokkrum sinnum árin á eftir. Í vottorði læknis segir að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Hún leitaði jafnframt til Bjarkarhlíðar og sótt tíma hjá sálfræðingi í kjölfar árásarinnar. Dómurinn taldi sannað að stefnda hafi valdið konunni tjóni. Þannig voru miskabætur hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur og þá var einnig fallist á 136 þúsund króna kröfu hennar vegna útlags kostnaðar. Kröfu konunnar um þjáningarbætur var hins vegar hafnað. Stefndu var einnig gert að greiða konunni 750 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira